top of page

JÓGA AKADEMÍA
Helluhraun 16-18 Hafnarfirði,
í húsnæði Listdansskóla Hafnarfjarðar

Opnir jógatímar, námskeið og jógakennaranám

Jogastudio

Opnir tímar fara aftur af stað 1. september 2025.

Yfir vetrartímann býður Amarayoga upp á opna tíma fyrir almenning. Fjóra morgna vikunnar, kl 10:30, má finna mjúka og rólega jógatíma sem henta lang flestum, byrjendum jafnt sem sem lengra komnum. Markmiðið með tímunum er að mýkja og styrkja líkamann með fulla athygli við hreyfinguna og andardráttinn. Þannig náum við athyglinni frá áreitinu sem stöðugt herjar á okkur.

Það er alltaf hægt að mæta í frían prufutíma og sjá svo til. Þú mætir bara 5 mín fyrir tímann, engin skráning og ekkert vesen. Velkomið að hafa samband gegnum amarayoga@gmail.com fyrir meiri upplýsingar.

haust ‘24 (1).png

NÝTT 6 VIKNA NÁMSKEIÐ HEFST ÞRIÐJUDAGINN 16. SEPTEMBER 2025

Þetta er lokaður hópur sem hittist í hádeginu tvisvar í viku á þriðjudögum og föstudögum. Við mýkjum og styrkjum líkamann með rólegu jógaflæði og endum á góðri slökun. Annan hvern föstudag endum við tímann á langri jóga nídra slökun.

Þriðjudaga og föstudaga kl 12:05 - 12:55

Skráning fer fram gegnum amarayoga@gmail.com

Verð kr. 24000.-

​​

Jógastöðurnar 101

Amarayoga er jógaskóli, eða akademía, sem útskrifar jógakennara með alþjóðleg réttindi. Amarayoga býður bæði upp á 200 tíma grunnnám og 300 tíma framhaldsnám. Þeir jógakennarar sem hafa lokið 200 tíma viðurkenndu námi, hvort sem er hjá Amarayoga eða annars staðar, geta einnig náð sér í styttri endurmenntunarnámskeið hjá akademíunni. Hér á síðunni má finna upplýsingar um þau námskeið sem eru í boði.

Það er alltaf hægt að bæta á sig þekkingu!

Skráning stendur yfir vegna námsins veturinn 2025-2026. Hafðu samband gegnum amarayoga@gmail.com.

Manneskjan á bak við Amarayoga er Ásta María Þórarinsdóttir, málvísindamanneskja sem gerðist jógakennari að fullu starfi. Jógað tók smám saman yfir og á endanum varð ljóst að best væri að öll athyglin beindist að jóga (og börnunum, heimilinu og hundunum) og hún lauk sínu fyrsta jógakennaranámi um síðustu aldamót. Eftir rúman áratug af kennslureynslu kom svo að því að útskrifa kennara. Í dag er Ásta María sjóaður kennari með hæstu skráningu frá Yoga Alliance, E-RYT500. Hún hefur leyfi til að kenna 200 tíma grunnnám sem og 300 tíma framhaldsnám, samþykkt af Yoga Alliance og Jógakennarafélagi Íslands. Hún hefur einnig leyfi til að veita styttri endurmenntunarnámskeið (CEU) sem eru samþykkt af alþjóðasamtökunum Yoga Alliance.

Ásta María Þórarins M.A. E-RYT500    
 

"Ég fór i fyrsta jógatímann minn í kringum 1980 og fór svo í kennaranám 1999. Jóga var augljóslega mín köllun og ég hef kennt alla tíð síðan. Ég hef líka alltaf haldið áfram að grípa öll tækifæri til að læra meira.  

Ég er skráður E-RYT500 tíma kennari hjá Yoga Alliance og Jógakennarafélagi Íslands.

Fyrir mér snýst jóga um að kyrra hugann. Allt annað er aukaatriði. Mögulega endum við með sterkan og lipran líkama, en ef hugurinn og tilfinningarnar eru ekki í ró erum við ekki vel sett.  Jóga, gert á réttan hátt, kyrrir hugann og allt verður miklu auðveldara. 

Með aldrinum finn ég þó betur og betur hvað jógaæfingarnar eru mikilvægar fyrir heilsu líkamans. Ég er þakklát fyrir að hafa snemma lært þessa aðferð til að halda líkamanum í sem besta formi sem allra lengst.

Á þessum rúmlega tveimur áratugum sem ég hef verið að leiða fólk gegnum jóga hef ég þróað eigin flæði og eigin áherslur. Ég kalla flæðið mitt Amaraflæði - hið eilífa flæði. Þó þetta flæði sé mitt, er það líka þitt og okkar allra."

374969108_268387536146893_4708800312760759597_n.jpg

©2012 Amarayoga. Allur réttur áskilinn

Amarayoga

Helluhraun 16-18, 220 Hafnarfjörður

Netfang: amarayoga@gmail.com

  • Facebook Clean Grey
  • Instagram
bottom of page