top of page

JÓGA AKADEMÍA
Helluhraun 16-18 Hafnarfirði,
í húsnæði Listdansskóla Hafnarfjarðar

Jogastudio

Amarayoga er jógaskóli, eða akademía, sem útskrifar jógakennara með alþjóðleg réttindi. Amarayoga býður bæði upp á 200 tíma grunnnám og 300 tíma framhaldsnám. Þeir jógakennarar sem hafa lokið 200 tíma viðurkenndu námi, hvort sem er hjá Amarayoga eða annars staðar, geta einnig náð sér í styttri endurmenntunarnámskeið hjá akademíunni. Hér á síðunni má finna upplýsingar um þau námskeið sem eru í boði.

Það er alltaf hægt að bæta á sig þekkingu!

Leyfi 200.jpeg
Leyfi 300.jpeg

Amarayoga býður einnig upp á jóganámskeið og opna tíma fyrir almenning. Skoðaðu hér á síðunni hvort þú finnir eitthvað sem hentar þér. Fjóra morgna vikunnar og í hádeginu á föstudögum má finna mjúka og rólega jógatíma sem henta lang flestum, bæði byrjendum sem lengra komnum. Þetta eru klassískir jógatímar á gamla mátann.

haust ‘24.png

Og ef þú kemst ekki á staðinn þegar tímarnir eru í gangi er til lausn við því! Amarayoga býður nefnilega líka upp á net-tíma, 30x30, sem þú getur nýtt þér hvenær sem er og hvar sem er, í gegnum tölvuna eða símann. 

Næsta sumar, í júlí 2025, verður Amarayoga með heilsueflandi vikudvöl í ítölsku ölpunum! Við ætlum að dvelja með fjallabúum, í litlu þorpi í hlíðinni, ástunda jóga og ganga saman upp um fjöll og fyrnindi! Ef þú vilt vita meira um þessa ferð, eða aðrar ferðir í framtíðinni, ertu velkomin/n í hópinn á Facebook, ANDA - LIFA - NJÓTA, eða þú getur sent línu á amarayoga@gmail.com og ég skrái þig á póstlista!

  • Facebook Clean Grey
459255357_1130562228744301_534523998922672859_n.jpg

Uppselt! Endilega fylgstu með næstu ferðum og það er velkomið að vera á biðlista

Manneskjan á bak við Amarayoga er Ásta María Þórarinsdóttir, málvísindamanneskja sem gerðist jógakennari að fullu starfi. Jógað tók smám saman yfir og á endanum varð ljóst að best væri að öll athyglin beindist að jóga (og börnunum, heimilinu og hundunum) og hún lauk sína fyrsta jógakennaranámi um síðust aldamót. Eftir rúman áratug af kennslureynslu kom svo að því að útskrifa kennara. Í dag er Ásta María sjóaður kennari með hæstu skráningu frá Yoga Alliance, E-RYT500. Hún hefur leyfi til að kenna 200 tíma grunnnám sem og 300 tíma framhaldsnám, samþykkt af Yoga Alliance og Jógakennarafélagi Íslands. Hún hefur einnig leyfi til að veita styttri endurmenntunarnámskeið (CEU) sem eru samþykkt af alþjóðasamtökunum Yoga Alliance.

bottom of page